Varðandi upplýsingaskjái grunn- og leikskóla

Varðandi upplýsingaskjái grunn- og leikskóla

Eins og glöggir hafa tekið eftir stendur yfir flutningur þeirra 120 Joomla vefja sem reknir eru af Reykjavíkurborg yfir á nýja hýsingarþjóna.

Lesa >>


Ný hýsing - betri tímar

Ný hýsing - betri tímar

Nú höfum við tekið nýja hýsingarþjóna í notkun og þeir vefir sem voru að lenda í vandræðum eftir uppfærslur hafa verið fluttir á þessa nýju þjóna. Unnið er að því að flytja þá 96 vefi sem eru enn á gömlum þjónum hjá okkur yfir á nýju hýsinguna en þetta tekur allt sinn tíma.

Lesa >>


Vefir liggja niðri vegna galla í uppfærslu!

Vefir liggja niðri vegna galla í uppfærslu!

Í morgun lentum við í því að uppfærsla sem var keyrð inn á grunn- og leikskólavefi lenti í alvarlegum árekstri við þann hugbúnað sem er settur upp á þjónunum hjá okkur með þeim afleiðingum að 24 vefir eru algerlega dottnir út. Unnið er að viðgerð en þeir aðilar sem bjuggu til uppfærsluna eru að skoða málið með okkur.

Lesa >>


Uppfærslur í Joomla 3.7

Uppfærslur í Joomla 3.7

Mánudaginn 24. apríl voru allir Joomla vefir borgarinnar uppfærðir upp í útgáfu 3.7. Við þessa uppfærslu byrjaði kerfið að vara notendur við því að vefþjónarnir sem þjóna vefjunum eru að nota eldri útgáfu af PHP. Þetta stendur allt til bóta þar sem við erum að taka í notkun nýja vefþjóna og verða vefirnir allir færðir á nýja þjóna í byrjun maí.

Lesa >>


Kennsluefni frá Joomlashine

Kennsluefni frá Joomlashine

Nú eru snillingarnir í Joomlashine búnir að uppfæra sínar Joomla leiðbeiningar. Um er að ræða 156 blaðsíðna bækling og er farið ansi vel í kerfið sjálft en einnig efnisvinnslu og undirbúning, sem nýtist hverjum þeim sem vinnur efni fyrir vefi, ekki aðeins í Joomla heldur vefi almennt.

Skoða bókina

Lesa >>


Tiltekt á vefþjónum!

Tiltekt á vefþjónum!

Nú stendur yfir tiltekt á vefþjónum grunn- og leikskóla, þar sem við erum að fara að færa okkur yfir á nýja þjóna og því viljum við flytja sem minnst af óþarfa gögnum með okkur. Af þeim sökum verður öllum eldri vefjum þeirra skóla sem þegar hafa fengið nýja vefi, pakkað niður í kassa og þeir teknir úr birtingu. Hægt verður að fá gögn af vefjunum afhent í þjappaðri skrá ef þess er óskað.

Stefnt er á að allir 123 Joomla vefirnir okkar verði komnir yfir á nýja þjóna og upp í Joomla 3 eða nýrra kerfi fyrir lok sumars.

Lesa >>

Greinar í pósti

Smelltu inn netfanginu þínu og fáðu sendar greinar í pósti í gegn um FeedBurner.